Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

17 Ef við skoðum þær hugmyndir sem Guðmundur Hannesson setti fram í byrjun síðustu aldar í ljósi hugmyndaþróunar skipulagsfræðanna síðan, má segja að hugmyndir hans eigi sér skýrari samsvörun í þeim hug­ myndum sem settar hafa verið framog rutt sér til rúms á síðustu áratugum, en þeim kenningum sem réðu lengst af á 20. öldinni . 37 Slíka samsvörun má finna milli módelbæjar Guðmundar í byrjun 20. aldar og eins af þekktustu dæmum um bæjarskipulag samkvæmt kenningum New Urbanism í lok þeirrar tuttugustu (sjá 4. og 5. mynd). 38 En það má einnig horfa til einstakra þátta skipulags sem Guðmundur leggur áherslu á og velta fyrir sér beinum fyrirmyndum Guðmundar og ekki síður hvort finna megi merki um sömu nálgun og áherslur í ráðandi skipulagskenn­ ingum okkar tíma. Til dæmis ræðir Guðmundur um skipulag torga, eða valla eins og hann nefnir þau. Hann segir húsin umhverfis torgið samsvara veggjum í stofu og yfir torginu hvolfist himinninn eins og þak. Húsveggir umhverfis torg þurfi að vera nokkurn veginn samfelldir og glufulausir. Annars missi 5. mynd. Seaside í Florida . Skipulag strandbæjarins Seaside er unnið á 9. áratug síðustu aldar. Hann er einn af fyrstu og jafnframt þekktustu bæjum í Norður-Ameríku sem er skipu- lagður frá grunni samkvæmt hugmyndafræði New Urbanism. Það þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá ákveðna samsvörun þessa skipulags við módelbæ Guðmundar á 4. mynd. 36

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==