Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

„Götur standast hvergi á svo lítið ber á þeim frá vellinum.“ 18 svæðið sinn fagra og rólega svip; verði eins og stofa með mörgum og stórum dyrum sem slíti veggina sundur. Af sömu ástæðu fari best á því að götur liggi lítt áberandi að torginu og að ekki sjáist meira en ein í senn frá torginu (sjá 6. mynd) . 39 Guðmundur leggur talsvert mikla áherslu á gatnaskipan og hönnun gatna. Hann talar fyrir sveigðum götum sem fylgi landslagi og að sjónlínum fyrir enda götu sé lokað með fagurri byggingu. Engin gata geti litið laglega út ef endinn er opinn og nemur við loft. Þar þurfi „að vera svo risulegt hús og smekklegt, sem kostur er á, hvort sem það er íbúðarhús, kirkja eða önnur stórhýsi”. 40 Jafnframt talar hann í senn fyrir sjónarmiðum um að götur séu nægilega breiðar til að birtu njóti í húsum og mikilvægi þess að götur og bil milli húsa beggja vegna sé ekki haft of breitt til að gatan virki vel . „Þá skiftir það að lokum ekki litlu, að gatnaskipan hefur mjög mikil áhrif á alt útlit bæjarins. Sje hún smekklaus, verður bærinn ætíð ljótur og leiður, hversu vel sem húsin eru bygð …“ 41 6. mynd. Hugmyndir um skipulag torga fyrr og nú . Til vinstri mynd úr riti Camillo Sitte frá 1889 þar sem sýnt er hvernig gott sé að haga hönnun á torgi þannig að húshliðar séu óbrotnar og götur inn á torgið falli inn í afmörkun þess. Samskonar útfærslu leggur Guðmundur Hannesson til í riti sínu 1916 (fyrir miðju). Í leiðbeiningaritinu Responsive environments frá 1985 er unnið með sömu hugmynd og hjá Sitte og Guðmundi mörgum árum fyrr (til hægri). 42 Fyrirmynd hugmynda Guðmundar í þessum efnum má áreiðanlega rekja bæði til Camillo Sitte og Raymond Unwin og ef til vill víðar. Eftir daga Guðmundar tók bílaöldin við, þar sem staðlar og reglur umferðarverk­ fræðinnar urðu ráðandi um gatnakerfi bæja, útfærslu gatna og tilhögun bygginga meðfram götum. Því fylgdi aðgreining gatna frá byggð og dreifðari byggð. Sterkt viðbragð við þessari nálgun hefur síðan komið fram á síðustu áratugum og nú tala fagrit og ráðandi kenningar fyrir annarskonar nálgun þar sem áhersla er lögð á að samtvinna byggð og samgöngur og litið á götuna ekki eingöngu sem umferðarrými heldur einnig sem mikilvægt bæjarrými með fjölbreytt hlutverk . 43 Þótt samhengi þessara hugmynda nú sé annað en á tíma Guðmundar, er þó ákveðin samsvörun á milli þeirra (sjá 7. mynd).

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==