Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

„... successful street treatment“ „... the want of sufficient feature in the distance“ 19 7. mynd. Hugmyndir um gatnahönnun þá og nú . Til vinstri mynd úr riti Raymond Unwin, Town Planning in Practice frá 1909. Hún sýnir dæmi um það sem Unwin telur gott og vont við afmörkun götu með byggingum. Þá tvær myndir úr riti Guðmundar Hannessonar frá 1916 sem sýna vel skoðun hans á tilteknum þáttum gatnahönnunar. Og að endingu, til hægri, dæmi úr okkar samtíma, þar sem bornar eru saman tvær götur með sambærilega umferðar­ rýmd og umferð en með ólíka ásýnd; aðra þar sem göturýmið er breitt og afmarkast ekki skýrt af byggðinni á hvora hönd, og hinsvegar götu sem er skýrt afmörkuð af byggðinni meðfram henni þannig að gatan og húsin mynda sjónræna og starfræna heild. 44 Annar ríkur þáttur í skipulagshugmyndum Guðmundar fólst í áherslu hans á að hverfa frá því óreglulega mynstri í niðurröðun bygginga sem hann taldi einkenna íslenska bæi í byrjun 20. aldar. Í staðinn vildi hann meðal annars hverfa til randbyggðar meðfram götum sem hefði margvíslega kosti, svo sem hagkvæmari nýtingu lands og skjólgóða húsagarða. Vel þekkt dæmi um þessa útfærslu er Verkamannabústaðirnir við Hringbraut í Reykjavík. Eitt af þekktari ritum síðustu áratuga um skipulagsmál er Towards an Urban Renaissance sem kom út á vegum breskra stjórnvalda laust fyrir síðustu aldamót. Þar er sett fram skematísk hugmynd að góðri nýtingu götureits fyrir íbúðarbyggð með það markmið að skapa þétta, vandaða borgar­ byggð, með góðum útirýmum til einkanota og sameiginlegra nota og möguleikum á því að tengja atvinnustarfsemi við íbúðarbyggð (sjá 8. mynd) . 45 Þessar hugmyndir eru ekki fjarri hugmyndum Guðmundar. „Gatan rennur út í bláinn á stórri lengdarbungu. Hinumegin við hana hverfa húsin niður í jörðina.“ „Gaflar snúa að götunni. Stórhýsi með turni fyrir götuendanum.“

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==