Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

Hvað má lesa úr byggðinni um bæjarbrag íslenskra bæja? Eins og vikið var að í byrjun kaflans er áhugavert að reyna að draga fram hvort mótast hafi ákveðinn íslenskur bæjarbragur á þessari einu öld þéttbýlismyndunar hér á landi, sem og velta fyrir sér að hve miklu leyti megi þá rekja hann til hugmynda og áhrifa Guðmundar Hannessonar. Hér er ekki um djúpa og tæmandi greiningu að ræða, til þess þyrfti mun umfangsmeiri rannsókn en hér hefur verið tækifæri til að fara í. Hér er eingöngu gerð tilraun til að kalla fram megineinkenni og draga almennar ályktanir með því að tylla niður fæti á nokkrum stöðum í sögunni og í bæjum landsins. Almennt má segja að lesa megi þéttbýlisstaði eins og aldurshringi í tré, sérstaklega meðan á beinum vexti bæja stendur og vöxturinn er ekki farinn að beinast innávið, inn á endurbyggingarsvæði. Á 10. mynd er sýnt 21 10. mynd. „Árhringir“ í lífi Akraness . Hér sést dæmi um hvernig byggðamynstur íslenskra bæja hefur breyst í tímans rás; frá fíngerðu og óreglulegu mynstri í elstu byggðinni, til meiri reglufestu og strjálli og einsleitari byggðar eftir því sem á líður, þar sem skýrari aðgreining er eftir húsa­ gerðum. Á myndinni sést einnig dæmi um þá miklu uppbyggingu sem varð víða í íslenskum bæjum á 8. áratugnum og árunum þar í kring á íbúðarhúsnæði, stóru atvinnuhúsnæði við höfn- ina og stórum opinberum byggingum (sjúkrahús, heilsugæsla og grunn- og framhaldsskólar). Fyrir 1920 1920–1939 1940–1959 1960–1979 1980–1999 2000 og síðar Byggingarár:

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==