Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

23 11. mynd. Ísafjörður skipulagsnefndarinnar og dagsins í dag . Hér sést dæmi um skipulag sem skipulagsnefndin vann á sínum fyrstu starfsárum á 3. áratugnum. Þar birtist margt af þeim hugmyndum sem Guðmundur Hannesson heldur á lofti í Um skipulag bæja, svo sem sambyggð hús meðfram götum og bakgarðar án húsbygginga. Skipulagstillagan hlaut meðal annars gagnrýni fyrir umfangsmiklar breytingar á þeirri byggð sem fyrir var. Guðmundur Jónsson undrast í grein í Skutli árið 1925 „Hversu undrafá hús eiga þá friðsamlegu framtíð, að fá að standa órifin og óafmáð úr tölu mannanna híbýla“ . 49 Uppdrátturinn að neðan sýnir byggðina eins og hún er í dag. Þar sést að áhrif skipulagsins hafa verið afar takmörkuð. Byggðamynstrinu nú svipar mun meira til þeirrar myndar sem var á byggðinni í upphafi 20. aldar (sjá 3. mynd). Á myndinni er strandlínan 1916 auðkennd með einfaldri línu. Fyrir 1920 1920–1939 1940–1959 1960–1979 1980–1999 Eftir 2000 Byggingarár:

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==