Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

25 Á allra síðustu árum hafa verið að koma fram skipulagsáætlanir fyrir ein­ stök svæði, bæði hverfi sem byggð eru frá grunni og endurbyggingar­ svæði, þar sem kveður við annan tón. Auðvitað gerist slík breyting ekki yfir nótt og vafalítið væri hægt að rekja þróun hugmynda skref fyrir skref í gegnum þau hverfi sem hafa verið skipulögð á síðustu áratugum. Engu að síður má segja að þau hverfi sem hafa verið skipulögð eða endur­ skipulögð frá grunni á fyrstu árum þessarar aldar beri mjög skýr einkenni andsvars við módernísku skipulagi, sem mætti þá væntanlega líta á sem póstmódernískt. Rammaskipulag fyrir Urriðaholt í Garðabæ var unnið á fyrsta áratug þessarar aldar. 51 Þar er markvisst unnið með nýja strauma og stefnur um borgarskipulag og bæjahönnun. Ef hægt er að líta á aðgreiningu ýmissa þátta sem leiðarstef í skipulagi Breiðholts I, er áherslan í Urriðaholti fremur á að þætta saman byggð og götur, ólíkar húsagerðir, íbúðir og atvinnu­ húsnæði, búsetu og útiveru. Um leið er hægt að rekja þar ýmsa þræði sem Guðmundur lagði líka áherslu á í sínu starfi, svo sem varðandi gatna­ skipan og -hönnun og áherslu á sól, skjól og heilbrigði. 14. mynd. Póstmódernisminn lokar hringnum – Rammaskipulag Urriðaholts í Garðabæ .

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==