Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

27 Sú knappa greining sem hér hefur verið sagt frá leiðir í ljós að íslenskur bæjarbragur ber sterk einkenni tíðaranda og ráðandi skipulagskenninga á hverjum tíma. Þannig eru áhrif Guðmundar og fyrstu skipulagsnefndar­ innar vel greinanleg í nýbyggingarhverfum frá fyrrihluta 20. aldar og undir miðbik aldarinnar. Eftir það verða áhrif módernismans og tæknihyggju afgerandi fyrir bæjarbraginn almennt um langt skeið. Andsvar við þeim straumum og stefnum fer smám saman að gera vart við sig í einstökum hverfum eða hverfishlutum og nú þegar ný öld er gengin í garð má segja að andsvarið við módernismanum sé orðið að megin kennisetningum í skipulagsgerð. Í þeim eru sannarlega vel greinanlegir þræðir til þeirra skipulagshugmynda sem efst voru á baugi á tímum Guð­ mundar Hannessonar og hann miðlaði af innsýn og kostgæfni í riti sínu, Um skipulag bæja. En kenningar dagsins í dag búa auðvitað um leið að þeirri hugmyndaþróun sem orðið hefur á heilli öld. Þannig er mikil einföldun að halda fram að uppbygging dagsins í dag eigi sér eingöngu samsvörun við hugmyndir Guðmundar og samtímamanna hans. Þar er unnið á grundvelli sögunnar allrar. Hugmyndunum vindur fram eins og óreglulegum spíral fremur en að þær kastist fram og til baka, úr einum öfgum í aðrar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==