Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

28 Guðmundar Hannessonar mun lengi verðaminnst fyrir brautryðjendastarf í skipulagsmálum. Minna þekkt en engu ómerkara er framlag hans á sviði húsagerðar. Áhugi Guðmundar á bæjarskipulagi á sér augljóst upphaf í viðleitni hans til að bæta húsakost almennings á forsendum heilsufræði. Hann var sjálfmenntaður fræðimaður á sviði húsagerðarlistar sem las nýjustu fagbækur og tímarit og miðlaði þekkingu sinni til almennings. Allt semvið komhúsbyggingum lét hann sig varða; efni og aðferðir, einangrun og útloftun, upphitun og lagnir, innra skipulag og fagurfræði. Hann teiknaði sjálfur og lét byggja tvö íbúðarhús og gerði uppdrátt að fyrsta sérhannaða sjúkrahúsi landsins á Akureyri árið 1897. Í greinum og ritum lagði hann línur til framtíðar um hagkvæm og heilsusamleg híbýli íslensks almennings til sjávar og sveita. Síðast en ekki síst var Guðmundur frum­ kvöðull í rannsóknum á byggingarsögu síðari tíma. Yfirlitsrit hans Húsa­ gerð á Íslandi , sem út kom árið 1942, er óumdeilanlega grundvallarverk í umfjöllun um byggingarlist á Íslandi. Guðmundur Hannesson hóf að skrifa um húsagerð um líkt leyti og aldaskil urðu í íslenskri byggingarsögu. Með tilkomu steinsteypu gátu íslenskir húsbyggjendur í fyrsta sinn reist eldtraust og varanleg íbúðarhús sem voru ekki óhóflega dýr og að mestu gerð úr innlendu efni. Steinsteypan hafði augljósa kosti fram yfir torf, timbur og steinhleðslu en þekking manna á meðhöndlun hennar og eiginleikum var lengi vel takmörkuð. Mörg mistök voru gerð á upphafsárum steypunotkunar og því var brýn þörf á almennri fræðslu um steinhúsagerð. Álitamálin voru ekki aðeins tæknilegs eðlis. Fátt var um fyrirmyndir þegar kom því að móta hið nýja efni í listrænt form. Úr þeirri deiglu spruttu hugmyndir um nýjan íslenskan byggingarstíl í þjóðlegum anda sem áberandi voru á árunum milli 1915 og 1930. Einn af þeim sem hafði ákveðnar skoðanir á þeim hugmyndum var Guðmundur Hannesson. Hér verður sjónum beint að þætti húsagerðar í ævistarfi Guðmundar Hannessonar. Fjallað verður um helstu skrif hans um þau efni í tímaröð. Áhersla er lögð á viðhorf hans til fagurfræði í húsagerð og skipulagi, sýn Húsakostur og heilsufræði Pétur H. Ármannsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==