Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

29 hans á sérstöðu íslenskrar byggingarhefðar og hugmyndir hans um mótun nýrrar byggingarlistar í takt við aðstæður og samfélag hér á landi á fyrra helmingi 20. aldar. Frumkvæði lækna í húsnæðismálum Guðmundur Hannesson nam læknisfræði í Danmörku en þar höfðu sam­ tök lækna beitt sér með virkum hætti fyrir umbótum á sviði húsnæðismála. Kólerufaraldur í Kaupmannahöfn 1853 hafði leitt í ljós samband milli útbreiðslu sjúkdómsins og þrengsla sem fólk bjó við í þéttbyggðustu hverfum borgarinnar. 1 Árið 1854 gengust dönsku læknasamtökin fyrir fjársöfnun til að reisa heilsusamlegar og ódýrar íbúðir fyrir fátækar fjöl­ skyldur á óbyggðu svæði utan við byggðina í Kaupmannahöfn. Þessi nýja byggð var ýmist kölluð Lægeforenings boliger eða Brumleby . Þar risu í tveimur áföngum á árunum 1854-57 og 1866-72 átján tveggja hæða húsalengjur með 550 1-2 herbergja íbúðum. Opið svæði var á milli húsanna með göngustígum og gróðurreitum. Íbúðirnar voru litlar en allar vistarverur nutu dagsbirtu og beinnar útloftunar. Íbúum var tryggður greiður aðgangur að salernum, hreinu vatni og sameiginlegu þvottahúsi. 2 Lægeforenings boliger (Brumleby), íbúðarbyggð reist á Østerbro, utan við þéttbýli Kaup­ mannahafnar, að frumkvæði dönsku læknasamtakanna á árunum 1854-72 eftir uppdráttum arkitektanna Michael Gottlieb Bindesbøll og Vilhelm Klein. Íbúðir læknasamtakanna eru með elstu dæmum um hagkvæma húsnæðislausn á félagslegum grunni þar sem heilsa og velferð íbúanna var höfð að leiðarljósi í hönnun og skipulagi. Skipuleg viðleitni til að bæta húsakost verkafólks í yfirfullum fátækrahverfum iðnaðarborga kom fyrst fram í Frakklandi og Englandi á árabilinu 1830–50. Á heimssýningum í London 1851 og París 1867 voru sýningarhús með verkamannaíbúðum þar sem vel var hugsað fyrir birtu, fersku lofti og hreinlæti. Guðmundur Hannesson hefur án vafa kynnst framtaki dönsku læknasam­ takanna á sviði húsnæðismála á námsárum sínum. Byggðin í Brumleby endurspeglar þær megináherslur í húsagerð og skipulagi sem hann setti fram í riti sínu Um skipulag bæja árið 1916. Í Danmörku kynntist Guð­ mundur af eigin raun þeim heilbrigðisvanda sem landlægur var í borgum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==