Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

30 19. aldar. Um það efni fjallar hann sérstaklega í inngangi greinar um nýtískuborgir sem birtist í Skírni árið 1917. Í greininni vitnar hann í nýjustu lýðheilsurannsóknir þar sem sýnt var fram á með tölfræði að mótun byggðar og gæði húsnæðis hefðu afgerandi áhrif á andlega og líkamlega vellíðan almennings í iðnvæddum borgum. Því væri skipulag þéttbýlis og hönnun húsnæðis mikilvægt heilbrigðismál. Árið 1894 var Guðmundur Hannesson settur héraðslæknir í Skagafirði með aðsetur á Sauðárkróki. Þar, líkt og í Kaupmannahöfn, áttu margar landlægar sóttir rætur sínar í lélegum húsakosti. Hinum unga lækni varð snemma ljóst að umbætur á sviði heilbrigðismála og læknisþjónustu myndu litlu skila nema að til kæmu stórfelldar framfarir í hí­ býlum og húsagerð. Torfhúsin áttu sér enga framtíð í hans huga. Útilokað væri að bæta hollustu og hreinlæti í mannabústöðum nema að hverfa frá því bygging­ arlagi sveitabæja sem tíðkast hafði öldum saman hér á landi. Þann stutta tíma sem Guðmundur gegndi læknisþjónustu á Sauðárkróki vakti hann máls á ýmsum framfaramálum, svo sem gerð vatnsveitu og smíði sjúkraskýlis. 3 Sagan segir að hann hafi leiðbeint smiðum staðarins um notkun bárujárns og að vart hafi verið reist svo hús á Sauðárkróki að hann kæmi þar ekki nálægt. 4 Þegar Guðmundur tók við héraðslæknisembætti á Akureyri vorið 1896 voru aðstæður þar til læknisþjónustu litlu betri en í Skagafirði. Að vísu var til sjúkrahús, Gudmanns Minde , í tvílyftu timburhúsi við Aðalstræti 14. Eggert Johnsen, fyrsti fjórðungslæknir á Norðurlandi, hafði byggt það sem íbúðarhús árið 1834, en árið 1874 lét Friðrik C.M. Gudmann kaupmaður stækka húsið og gaf það Akureyrarbæ til spítalareksturs. 5 Að mati hins nýskipaða héraðslæknis var Gudmanns Minde þó ekki sjúkrahús nema að nafninu til. Stigar voru þröngir og húsið að flestu leyti óhentugt fyrir slíka starfsemi. Guðmundur hóf þegar baráttu fyrir byggingu nýs spítala. Ritaði hann grein í Stefni árið 1898 þar sem hann lýsti slæmum aðstæðum í gamla spítalanum og færði rök fyrir nauðsyn þess að reisa nútímalegt sjúkrahús fyrir Akureyri og nálægar byggðir. 6 Hann lét ekki þar við sitja heldur gerði hann nákvæma teikningu af útliti og innra skipulagi sjúkrahúss fyrir 11 sjúklinga. Í bréfi frá 1898 sem vitnað er til í Sögu Sauðárkróks segir Guðmundur svo: „Ég er að byggja spítala [á Akureyri], sem á að verða sniðugasta hús á Íslandi. Ég hef sagt fyrir um alla gjörð þess og teiknað hverja spýtu eða lýst svo heita megi.“ 7 Teikning Guðmundar sýnir sjúkrahús sem er í öllum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==