Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

31 aðalatriðum eins og það sem var byggt við Spítalaveg 11 árið 1898. Danskur arkitekt, L. Thuren, var fenginn til að gera endanlega uppdrætti að því er virðist eftir forsögn Guðmundar. Af myndum að dæma virðist Thuren ekki hafa gert miklar breytingar heldur aðeins útfært tillögu Guðmundar nánar. Margt var nýstárlegt í byggingunni. Segja má að hún hafi verið fyrsti spítali hér á landi sem hannaður var samkvæmt nýjustu kröfum þess tíma um sjúkrahúsrekstur. Starfsemin var öll á einni hæð, gangar rúmir og vistarverur bjartar, hlýjar og loftræst­ ar. Í húsinu var vatnsleiðsla, vatnssal­ erni og miðstöðvarhitun. Í útveggj­ um var þrefalt lag af þykkum pappa milli klæðninga til vindþéttingar en engin önnur fylling í grindinni. 8 Gluggar voru tvöfaldir til einangr­ unar. Sjúkrastofum var skipað með­ fram austurhlið hússins þar sem út­ Sjúkrahúsið við Spítalaveg 11, reist 1898-99 af Snorra Jónssyni timburmeistara eftir uppdrátt­ um Guðmundar Hannessonar og L. Thuren arkitekts. Húsið með viðbyggingum þjónaði sem sjúkrahús Akureyringa fram til ársins 1953 þegar starfsemin fluttist í eldri hluta núverandi Fjórðungssjúkrahúss. Ári síðar var spítalinn tekinn niður og efnið notað til að byggja skíða- hótel í Hlíðarfjalli. Uppdráttur Guðmundar Hannessonar af sjúkrahúsi fyrir ca. 11 sjúklinga, dagsettur og undirritaður 1.7.1897. Teikningin sýnir sjúkrahús í aðalatriðum eins og það sem byggt var við Spítalaveg 11.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==