Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

32 sýnis naut yfir Pollinn. Guðmundur mælti ekki aðeins fyrir um hin heilsufarslegu atriði í hönnun sjúkrahússins heldur ákvað hann einnig innra skipulag þess og byggingarstíl. Um útlit hússins voru þó skiptar skoðanir á Akureyri. Ýmsum bæjarbúum þótti húsið heldur rislágt og ljótt. Komu fram ýmsar tillögur til úrbóta, svo sem að byggja á það turn, einn eða fleiri. 9 Til þess kom ekki enda var slík sýndarmennska Guðmundi lítt að skapi. Í hönnun spítalans voru sjónarmið hagkvæmni, notagildis og vinnuhagræðis lögð til grundvallar með áherslu á vellíðan þeirra sem í húsinu dvöldust og störfuðu. Form og ytra útlit byggingarinnar var rökrétt afleiðing af hinu innra skipulagi. Að þessu leyti vísaði sjúkrahúsið á Akureyri veginn í átt að þeim viðhorfum sem síðar áttu eftir að einkenna funksjónalismann, hina nýju byggingarstefnu 20. aldar. Sama ár og nýi spítalinn var tekinn í notkun reisti Guðmundur Hannesson sér og fjölskyldu sinni íbúðarhús á lóð skammt sunnan við sjúkrahúsið, nú Spítalavegur 9. Uppdrættir af því hafa ekki varðveist en allt bendir til að Guðmundur hafi sjálfur teiknað húsið og ráðið öllu um gerð þess í stóru sem smáu. Snorri Jónsson var byggingarmeistari en sagt er að læknirinn hafi sjálfur sagað út timburskraut á göflum hússins eftir eigin teikningu. 10 Læknishúsið ber skýr einkenni hins norskættaða sveitserstíls sem var ríkj­ andi stílgerð timburhúsa hér á landi langt fram á 3. áratug 20. aldar. Hús með þessu lagi stóðu oftast á allháum steinkjallara og þakskegg þeirra náði lengra fram yfir útveggi en áður tíðkaðist. Á þeim voru stórir gluggar og oft ríkulegur útskurður, skreyttar svalir og sperrutær og glerjaðar verandir. Hið norska byggingarlag læknishússins var ólíkt öllu sem áður hafði sést í húsabyggingum á Akureyri. Það er talið vera fyrsta húsið í hinum norska stíl en hann átti eftir að einkenna flest hin miklu timburhús sembyggð voru áAkureyri eftir aldamótin 1900.Má þar nefna gagnfræða­ skólann (síðar menntaskólann) og samkomuhúsið (leikhúsið). Í bréfi sem Guðmundur Hannesson ritaði Karólínu eiginkonu sinni í júlí 1899 og vitnað er til í bókinni Af norskum rótum segir meðal annars: Ég er viss um að [húsið] verður fallegt, enda þó fjöldi bæjarbúa sé á annarri skoðun og þyki það ljótt. Einn sagði að það væri eins og tveir fátæklingar hefðu byggt það fyrir 100 árum og sinn byggt hvorn kummbaldann. Þetta er smekkurinn margra. Kassi helst sem allrastærstur, það er það sem við fólkið á og auðvitað með fjölda af gluggum. Þegar fleiri fallegri hús verða byggð þá breytist þetta smám saman. 11 Fleira var nýstárlegt í læknishúsinu en hið ytra útlit þess. Það var hitað með kolaofnum sem drógu inn ferskloft eftir loftstokkum sem lágu undir gólfinu. Ytri klæðning hússins var tvöföld með loftbili á milli en grindin þétttroðin með mosa til einangrunar. Talið er að vatnsleiðsla og vatnslögn hafi verið í húsinu frá upphafi en slík þægindi höfðu ekki áður sést í akur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==