Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

33 eyskum íbúðum. 12 Í Norðurlandi 5. maí 1904 segir Guðmundur íbúðarhús sitt „eflaust með vönduðustu húsum hér að öllum frágangi. Það hefir reynst mér að öllu vel í þau ár, sem eg hefi búið í því.“ 13 Læknisbústaðurinn fylgdi sömu þakstefnu og sjúkrahúsið og samræmis gætir í þakhalla, stíl­ gerð og hlutföllum. Saman mynduðu byggingarnar tvær fallega og sam­ stæða heild í Eyrarlandsbrekkunni fyrir ofan gömlu Akureyrina. Ekki er ólíklegt að Guðmundur hafi ráðið mestu um staðarval og innbyrðis afstöðu spítalans og læknishússins. Væri það þá frumraun hans á sviði bæjarskipulags. Íbúðarhúsið sem Guðmundur Hannesson lét byggja á Akureyri árið 1899, nú Spítalavegur 9. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni uns þau fluttu til Reykjavíkur 1907. Eftirmaður Guð­ mundar í starfi héraðslæknis, Steingrímur Matthíasson, keypti húsið sama ár og bjó þar lengi og rak læknastofu. Unnið hefur verið að endurbótum á húsinu sem miða að því að færa útlit þess til upprunalegs horfs. Teiknað og byggt við Hverfisgötu 12 Árið 1907 var Guðmundur Hannesson skipaður héraðslæknir í Reykja­ víkurhéraði jafnframt því að sinna kennslu við Læknaskólann. Fjölskyldan settist að í tvílyftu húsi sem fósturmóðir Karólínu, Anna Breiðfjörð, ekkja Valgarðs Ó. Breiðfjörðs kaupmanns, lét reisa sama ár við Bröttugötu 6. 14 Guðmundur tók brátt að huga að nýju framtíðarheimili. Hann keypti lóð á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis, andspænis hinu nýreista Safnahúsi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==