Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

34 Þar lét hann reisa vandað steinhús árið 1910 eftir eigin uppdráttum. Mun hann hafa mælt fyrir um allan innanbúnað þess og frágang. Húsið Hverfis­ gata 12 er kjallari, hæð og portbyggt ris með manngengu háalofti yfir. Kjallarinn er hlaðinn úr tilhöggnu grágrýti en ofan á hann komu steyptir útveggir efri hæða. Eru vandfundin önnur dæmi þar sem steyptir útveggir hvíla á hlöðnum sökkli. Hinn hlaðni steinkjallari er eitt helsta sérkennið í útliti hússins. Hann náði allt að lóðamörkum og myndaði rammgerða undirstöðu sem sjálft húsið hvíldi á. Sökkulveggir með grófu yfirborði voru algengt atriði í þeirri byggingarlistarstefnu aldamótaáranna í Finn­ landi og Skandinavíu sem kennd er við þjóðlega rómantík. Fleiri útlits­ einkenni Hverfisgötu 12 vitna um nýja strauma í arkitektúr þess tíma, svo sem bogadreginn horngluggi með stílfærðu skreyti ofanvið. Telur Hörður Ágústsson listmálari að þar gæti áhrifa júgendstíls fyrst að verulegu ráði á Íslandi. 15 Hér, líkt og á Akureyri, varð Guðmundur Hannesson fyrstur til að ryðja nýrri stílhugsun braut í eigin húsbyggingu. Fleiri sérkenni setja svip á húsið, svo sem inndregnar svalir undir þaki á vesturstafni háalofts, ætlaðar til þurrkunar á þvotti. Vel var hugsað fyrir einangrun, útloftun og dagsbirtu í vistarverum hússins. Innan við steypta útveggina var 3” tré­ grind fyllt með sagtróði, borðaþil og þiljupappi innst. 16 Hverfisgata 12 hefur haldið útliti sínu að mestu óbreyttu fram á þennan dag en illu heilli er lítið eftir af þeim upphaflegu innréttingum sem Guðmundur teiknaði. Hverfisgata 12, íbúðarhús Guðmundar Hannessonar í Reykjavík, reist árið 1910. Guðmundur bjó í húsinu til æviloka 1946 og Hannes læknir, sonur hans, eftir það. Árið 1928 var reist einlyft viðbygging sunnan við húsið upp með Ingólfsstræti sem Guðmundur teiknaði. Var hún ætluð fyrir lækningastofu Hannesar. Í kjallara Hverfisgötu 12 var um árabil röntgenlæknastofa Gunnlaugs Claessens, sú fyrsta sem starfrækt var hér á landi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==