Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

35 Auk Hverfisgötu 12 átti Guðmundur Hannesson þátt í að hanna annað íbúðarhús í miðbæ Reykjavíkur fyrir Guðrúnu Jónsdóttur bróðurdóttur sína og eiginmann hennar, Hans Petersen kaupmann. 17 Þau Guðmundur og Karólína höfðu tekið Guðrúnu í fóstur 5 ára gamla og ólst hún upp á læknisheimilinu. Guðrún og Hans Petersen giftust árið 1915. Sama ár reistu þau nýtt og vandað steinhús á lóðinni við Skólastræti 3. Áhrif frá Hverfisgötu 12 má sjá í ýmsum útfærslum hússins, svo sem skásettum horngluggum á stofum og innbyggðum svölum á vesturstafni. Endanlega uppdrætti af húsinu gerði Finnur Ó. Thorlacius húsasmíðameistari sem dvalist hafði í Danmörku og Þýskalandi við nám og störf. Finnur lýsir Guðmundi Hannessyni svo í endurminningum sínum: Hann [Guðmundur] hafði áhuga á allskonar málefnum og þá ekki sízt á byggingamálum og var hann sífellt með nýjar hugmyndir um byggingarefni og vinnuaðferðir. Hann bókstaflega elti okkur smiðina og húsameistarana og ræddi við okkur um hugmyndir sínar. Hygg ég að Guðmundur hafi haft mjög varanleg áhrif á byggingamenn þessara ára. Hús Guðmundar að Hverfisgötu 12 ber merki þessara nýju hugmynda hans, enda er það alveg sérstakt í byggingum í Reykjavík. 18 Skólastræti 3, hús Hans Petersens kaupmanns og Guðrúnar Jónsdóttur, reist 1915 eftir uppdráttum Finns Ó. Thorlaciusar sem byggðir voru á hugmynd Guðmundar Hannessonar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==