Previous Page  4 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 4 / 16 Next Page
Page Background

Glæsilegt og notendavænt mælaborð

Mælaborð Baleno er í takt við lág og breið útlitsform

í yfirbyggingunni. Það á sinn þátt í að skapa það

mikla innanrými sem bíllinn státar af. Nýstárleg

hönnun á miðju mælaborðsins setur sterkan svip á

stjórnrýmið. Þar er einnig að finna notendavænar

stjórnaðgerðir fyrir skjá hljómtækisins og sjálfvirka

loftfrískunarkerfisins.

Hátæknivæddir skjáir

Það fyrsta sem blasir við þegar sest er undir stýri er upplýsingaskjárinn fyrir

miðju ökumælaklasans. Hann dregur upp skýra mynd af ástandi bílsins. Þetta

hátæknivædda fjölupplýsingakerfi er með 4,2 tommu LCD litaskjá (GLX)

sem varpar upp upplýsingum af margvíslegu tagi, eins og t.d. hröðun og

meðalhraða og afkastagetu vélar. Hljómtækin eru með skjástýringu og innbyggðu

leiðsögukerfi. Þeim fylgir stór, 7 tommu snertiskjár. Tengja má snjallsíma við

kerfið sem hámarkar eiginleika hans og gerir notkun hans einfalda.

*Apple og iPhone eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.

*Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Apple CarPlay er í boði í þeim löndum sem finna má á listanum á eftirfarandi vefslóð:

http

/www.apple.com/ios/feature-availability/#applecarplay

-applecarplay

*Apple Carplay er samhæft þeim gerðum iPhone sem finna má á listanum á eftirfarandi vefslóð: http

/www.apple.com/ios/carplay

*MirrorLink™ er vottað vörumerki Car Connectivity Consortium, LLC.

*Á eftirfarandi vefslóð má sjá lista yfir snjallsíma sem eru samhæfðir MirrorLink:

https.www.cert.mirrorlink.com/ProductListing/

Sjálfvirk loftræsting

Sýnir eldsneytiseyðslu

miðað við rauntímaakstur og

meðaleyðslu í fyrri ferðum.

Sýnir þyngdaraukningu

vegna hröðunar

(g-kraftur) á rauntíma.

Sýnir afl og snúnings-

vægi á rauntíma.

Sýnir meðalhraða ökutækis

og meðalhraða í fyrri

ferðum.

Sýnir yfirlit þyngdaraukningar

vegna hröðunar (g-kraftur)

þegar ökutækið er kyrrstætt.

Sýnir ástig á inngjöf

og hemil á rauntíma.

S t j ó r n r ý m i s e m h e i l l a r

Hljómtæki með skjástýringu og tengingu fyrir snjallsíma

(GLX)

Sjö tommu snertiskjárinn býður upp á einfaldar aðgerðir fyrir margmiðlunartæki, þar með talin

hljómtæki, handfrjálsan síma, leiðsögukerfi og snjallsímaaðgerðir. Aðgerðum er stjórnað frá fjórum

megin aðgerðavalmyndum – hlusta, hringja, keyra og tengjast. Hljómtæki með skjástýringu og

snjallsímatengingu eru samhæfð Apple CarPlay og MirrorLink.

Með því að tengja samhæfðan iPhone í gegnum USB gerir Apple CarPlay þér kleift að hringja,

spila tónlist úr snjallsímanum, senda og taka við skilaboðum og fá leiðbeiningar um leiðarval með

raddskipunum eða með því að smella á skjáinn. Á svipaðan hátt birtir MirrorLink hin ýmsu forrit

snjallsímans á snertiskjánum sem gerir þér kleift að nýta þér eiginleika símans.