Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 10

10
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Efling-stéttarfélag
Hvað gerir stjórn Eflingar-stéttarfélags?
Jóhann Harðarson byrjaði að vinna 16
ára gamall og var þá í Dagsbrún. Ég
hef unnið sem almennur verkamaður,
verið í afgreiðslu við höfnina og við
vöruafhendingar. Hann hefur unnið hjá
Eimskip í 40 ár þar af síðustu 28 árin
sem bílstjóri.
Jóhann var trúnaðarmaður á Höfn-
inni upp úr 1980 og hefur alltaf haft
mikinn áhuga á verkalýðsmálum allt frá
unga aldri. Það voru miklar breytingar
á þessum tíma og áhuginn og baráttu-
andinn mikill í gömlu mönnunum sem
unnu með manni. Dagsbrún var áður
aðal baráttuaflið, ef maður stöðvaði
höfnina stöðvaðist nánast þjóðfélagið.
Nú hefur þetta breyst, færri vinna við
höfnina og tæknin hefur þróast.
Aðspurður hvernig hann fór í stjórn Eflingar
segir hann að eftir sameiningu stéttarfélag-
anna hafi einn í stjórninni hætt og þá hafi
verið kallað í hann. Ég ætlaði mér aldrei
að fara inn í þetta, ég taldi mig ekki mann
í stjórnina því mér fannst ég of gamall. En
það var alls ekki raunin og þetta hefur verið
góður skóli. Hann segir að það sé auðvelt
að gagnrýna en þegar maður komi að þessu
efnislega, horfa málin öðruvísi við. Það má
alltaf gagnrýna en gagnrýnin verður að vera
réttlát og byggjast á þekkingu, segir hann.
Trúnaðarráðið hefur æðsta valdið í félaginu,
stjórnin er vinnutæki sem heyrir undir
trúnaðarráðið. Það tekur ákvarðanir og allar
meiri háttar ákvarðanir þarf að bera undir
trúnaðarráð, félagsfund eða aðalfund félags-
ins. Það er uppstillingarnefnd sem gerir
tillögur inn í trúnaðarráð og eitt af því sem
er tekið tillit til í valinu er hversu vel menn
stunda fundi. Jóhann segir að því miður sé
áhugi fólks að minnka á verkalýðsbaráttu,
ekki bara hér í félaginu heldur alls staðar.
Félagið er ekkert sterkari en hinn almenni
félagsmaður og ef hann mætir ekki dregur
úr áhrifum félagsins, segir hann.
Þrasið skilar engu
Aðspurður hvort að það sé mikið rifist á fund-
um, segir Jóhann að það þjóni ekki tilgangi
sínum að vera með ólgu á fundum. Það skilar
ekki neinu ef við missum þetta í þras. Þetta
er mjög opið ferli og það fá allir að koma að
málum. Þeir sem standa í þessu daglega bera
hitann og þungann af starfinu en við komum
inn sem meðstjórnendur. Þó að formaðurinn
sé meira í sviðsljósinu er það alls ekki svo að
hann sé alvaldur. Hann segir að yfirleitt sé
góð sátt um málefni, ef það er tregur hljóm-
grunnur þá eru þau dregin út af borðinu og
náð í meiri upplýsingar, farið yfir þau aftur eða
þau lögð í salt. Fundarefnið er alltaf vitað fyrir-
fram og ef það koma upp atvik á milli funda
sé hringt í stjórnarmenn. Það sé ekkert sem á
að koma á óvart eftir á. Einfaldur meirihluti
ræður ákvörðunum en menn leita alltaf eftir
eins mikilli samstöðu og hægt er og minnihluti
er sjaldnast borinn atkvæðum. Það er lögð
áhersla á að menn séu virkir í stjórninni og séu
ekki í henni að nafninu til.
Mikil vinna?
Er mikil vinna sem liggur að baki stjórnar-
störfum?
Ég myndi ekki segja það, segir hann. Hitinn og
þunginn er á þeim stjórnarmönnum sem eru
starfsmenn Eflingar. Sum okkar eru í nefndum
og það er meiri vinna hjá þeim. Fundir eru
haldnir mánaðarlega en þéttast í kringum
samningaviðræður. Það bætir mann sem
almennan starfsmann að taka þátt í þessu,
kennir manni ýmislegt og maður fær reynslu
sem maður annars hefði verið án.
Annað sem stjórnin ákveður eru fjármálin. Við
berum ábyrgð á öllum stórum ákvörðunum
í fjármálum félagsins s.s. í fjárfestingum og
tökum sem dæmi ákvarðanir varðandi stækk-
un hússins Sætúns 1, sem nú stendur yfir. Ég
tel að framkvæmdirnar muni auka verðmæti
félagsins, eign sem er mikils virði á góðum
stað. Hann segir erfitt að finna ávöxtunarleiðir
vegna neikvæðra vaxta og það þurfi að tryggja
Þeir sem standa í þessu daglega
bera hitann og þungann af starfinu
en við komum inn sem meðstjórn­
endur. Þó að formaðurinn sé meira
í sviðsljósinu er það alls ekki svo
að hann sé alvaldur
- segir Jóhann Harðarson, Eimskipum
Í stjórn Eflingar-stéttarfélags sitja almennir félagsmenn
og frá hinum ýmsu sviðum félagsins en þeir eiga það allir
sameiginlegt að hafa góða starfsreynslu og mikinn áhuga á
verkalýðsmálum. Stjórn félagsins skipa 15 stjórnarmenn:
Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og 11 meðstjórn­
endur. Stjórnin er hluti af trúnaðarráði ásamt 115 félags-
mönnum Eflingar. Trúnaðarráð hefur æðsta vald í málefnum
félagsins milli félagsfunda. En við hvað fæst stjórnin? Hvaða
ákvarðanir tekur hún? Hafa meðstjórnendur áhrif? Okkur lék
forvitni á að fá góðar upplýsingar um helstu verkefni stjórnar-
innar og leituðum til tveggja reyndra stjórnarmanna, þeirra
Jóhanns Harðarsonar, bílstjóra hjá Eimskipum og einnig var
talað við Hrönn Bjarnþórsdóttur, skólaliða í Réttarholtsskóla.
Þau hafa bæði setið í stjórn Eflingar árabil og báðum við
þau um að svara þessum spurningum ásamt ýmsu fleiru sem
viðkemur stjórnarstörfum.
Alltaf barátta,
það fæst ekkert gefins
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...40
Powered by FlippingBook