18
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Nám
Aldrei of seint að byrja
Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því
að einstaklingar annað hvort flosna upp
úr námi eða kjósa að halda ekki áfram
að grunnskóla loknum og ekki hafa allir
einstaklingar sömu tækifæri til náms.
En margt hefur breyst á síðustu árum
í tækifærum til að fara aftur í nám á
fullorðinsaldri eins og dæmin sýna hjá
þeim aðilum sem bjóða upp á fullorð-
insfræðslu. Mikil aukning er hjá þeim
sem nýta sér náms og starfsráðgjafa til
að koma sér af stað og er það frábært. Í
boði eru ótal leiðir í styttri námsbraut-
um. Það er mikilvægt að við höldum á
lofti þeim góða árangri sem hefur áunn-
ist þegar kemur að því að viðurkenna
ólíkar námsleiðir en við verðum að
leggjast á eitt að styttri námsleiðir öðlist
meiri viðurkenningu á vinnumarkaðn-
um. Þetta segir Sigurrós Kristinsdóttir,
varaformaður Eflingar.
Á undanförnum árum hefur hugtakið raun-
færnimat fengið aukna athygli í evrópsku
samhengi. Mat á raunfærni hefur reynst hvati
fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði til að ljúka
formlegu námi. Þar með styrkist staða þess,
fagstéttanna, fyrirtækjanna og þjóðarinnar
almennt hvað varðar þekkingarstig og framþró-
un, segir Sigurrós.
Það er aldrei of seint að fara í nám, við getum
alltaf bætt við okkur í þekkingu og færni. Það
styrkir ekki bara stöðu okkar á vinnumarkaði
heldur styrkir það okkur líka sem einstaklinga.
Sigurrós vill því hvetja félagsmenn Eflingar til
að skoða hvaða möguleikar eru í boði og nýta
þá fræðslustyrki hjá stéttarfélögum sem félags-
menn hafa rétt á.
Hvað er raunfærnimat?
- segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar
Á vinnumarkaðinum er fjöldi fólks með mikla þekkingu og
reynslu af ólíkum störfum án þess að vera með formlega
skólagöngu að baki. Raunfærni er samanlögð færni sem
einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem starfs-
reynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörf-
um og fjölskyldulífi.
Markmið með raunfærnimati er að þátttakendur fái tækifæri til að
draga fram raunfærni sína og fá hana metna og viðurkennda út frá
settum færniviðmiðum, til dæmis námskrá. Staðfestingu á færni
getur einstaklingur notað til styttingar á námi, til að sýna fram á
reynslu eða færni í starfi eða leggja mat á hvernig hann getur styrkt
sig í námi eða starfi. Matið kostar ekkert.
Raunfærnimat er mikil hvatning til náms fyrir einstaklinga á vinnu-
markaði og gefur þeim tækifæri á að ljúka námi.
Nánari upplýsingar og innritun í síma
585-5860
og einnig er fyrirspurnum svarað á
Ný námskrá kemur út um miðjan janúar og verður aðgengileg á heimasíðu skólans:
Námskeið á vorönn 2014
Hefjast frá 20. janúar!
•
TUNGUMÁL
•
ENSKUSKÓLINN
•
ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA
Icelandic as a second language
•
HANDVERK OG LISTIR
•
HANNYRÐIR
•
HEILSA – ÚTLIT OG HREYSTI
•
TÖLVUR OG REKSTUR
•
TÓNLIST
•
NÁMSAÐSTOÐ
•
MATUR OG NÆRING
•
FJARNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á
AKUREYRI
•
DAGFORELDRANÁMSKEIÐ