Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 12

12
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Orlofshúsin
Orlofshúsin í stöðugri endurnýjun
Mikil notkun á orlofshúsum okkar
skapar þörf fyrir mikið viðhald og örari
endurnýjun búnaðar í húsunum. Sem
dæmi um þetta má nefna að nú standa
yfir verulegar endurbætur á húsum
félagsins í Úthlíð í Bláskógabyggð.
Snúa þær að því að byggja rúmgóðar
útigeymslur við húsin, skipta út heitum
pottum og bæta alla aðstöðu úti við.
Þetta segir Sveinn Ingvason, sviðsstjóri
orlofssviðs Eflingar en flest orlofshús
félagsins eru í stöðugri og mikilli notkun
nánast allt árið.
Viðhald og endurbætur á orlofshúsum
félagsins er verkefni sem er viðvarandi og í
gangi allan ársins hring. Notkun húsanna
er afskaplega mikil og hefur aukist verulega
undanfarin ár svo álagið á þau er gríðarlegt.
Er nú svo komið að flest húsin bókast margar
vikur fram í tímann þó auðvitað sé álagið
mismikið eftir árstímum, segir Sveinn.
Sem dæmi um þetta má nefna að nú standa
yfir verulegar endurbætur á húsum félagsins
í Úthlíð í Bláskógabyggð. Snúa þær að því
að byggja rúmgóðar útigeymslur við húsin,
skipta út heitum pottum og bæta alla aðstöðu
úti við.
Í Úthlíð á Efling nú tvö hús sem staðsett eru
á Refabraut og við Vörðuás.
Á húsinu við Refabraut er baðherbergi einnig
endurbætt, útgengt verður út á pall að heita
pottinum og skipt um baðinnréttingu. Breytir
þetta miklu með aðgengi að potti og kemur
í veg fyrir að umferð í hann þurfi að fara í
gegnum allt húsið.
Allt er þetta gert í þeim tilgangi að bæta
aðstöðu gestanna og auka á ánægju dvalar-
innar í annars góðum húsum, segir Sveinn.
Þess má einnig geta að samskonar endurbæt-
ur voru gerðar á húsum félagsins í Húsafelli
síðast liðinn vetur og þóttu takast afar vel.
Oft er sagt að myndir segi meira en þúsund
orð og meðfylgjandi eru einmitt myndir af
framkvæmdunum sem sýna vel allt umstang-
ið og umfangið í kringum þær og gefa jafn-
framt glögga mynd af breytingunum á húsun-
um.
Mikil notkun kallar á endurbætur
- segir Sveinn Ingvason, sviðsstjóri orlofssviðs
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...40
Powered by FlippingBook