20
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Námskeið
Bjóðum hamingjunni í kaffi
- Sigríður Klingenberg 22. janúar
Bjóðum hamingjunni í kaffi...
Sigga Kling kennir okkur hvernig við getum skapað okkur
skemmtilegra líf með einföldum ráðum á lifandi og skemmtilegan hátt. Hún mun fá okkur til þess
að byrja árið sem er framundan með hlátri og skemmtilegheitum.
Námskeiðið verður miðvikud. 22. janúar kl. 17:30-20:30.
Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Skráning í síma 510 7500.
Staðsetning: Efling stéttarfélag, Sætún 1, 4 hæð, 105 Reykjavík.
Leiðbeinandi er Sigríður Klingenberg
Breyttu lífi þínu með markþjálfun
Ef þú vilt vinna persónulegt afrek, ná
betri stjórn á lífi þínu, setja þér mark-
mið og ná þeim eða þjálfa ákveðni og
samskiptahæfni, bæta skipulag eða
auka skapandi hugsun er markþjálfun
fyrir þig, segir Arnór Már Másson hjá
AM Markþjálfun slf. Hann er einn
af reyndustu markþjálfum landsins
Jákvæðni og markmiðasetning á nýju ári
Efling-stéttarfélag ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja við
að reyna að auka vellíðan og jákvæðni hjá félagsmönnum í vor. Ákveð-
ið hefur verið að bjóða upp á fjölmörg námskeið og fyrirlestra um
jákvæðni, markmiðasetningu, samskipti og margt fleira af því tagi. Rétt
er að vekja athygli á því að öll námskeiðin í þessum flokki ásamt starfs-
lokanámskeiðunum eru félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.
Um takmarkað framboð plássa er að ræða og því mikilvægt að þeir sem
hafa áhuga á að nýta sér eitt eða fleiri af þessum frábæru námskeiðum
og fyrirlestrum skrái sig sem fyrst. Það eina sem þarf að gera er að
taka upp símann og hringja til félagsins í síma 510-7500 og láta vita.
Ágæti félagsmaður, gefðu þér þrjár mínútur til að lesa yfir dagskrána
hér að neðan og síðan aðrar þrjár til að taka upp símann og skrá þig
á það sem þér líst á. Það er ekki víst að svona tækifæri bjóðist aftur í
bráð.
Enn og aftur er rétt að ítreka að öll þessi námskeið eru ÓKEYPIS fyrir alla félagsmenn Eflingar.
Námskeið í markþjálfun í boði fyrir félagsmenn Eflingar
- segir Arnór Már Másson, markþjálfi
og leiðbeinandi í markþjálfunarnámi
hjá Evolvia ehf. Í haust gefst félags-
mönnum Eflingar tækifæri á að sækja
námskeið í markþjálfun undir hand-
leiðslu Arnórs.
Á námskeiðinu fá félagsmenn tækifæri
til að læra um styrkleika sína, langanir og
markmið og skoða eigin lausnir og leiðir
til að ná því. Markþjálfun aðstoðar fólk
að komast að því hvaða verðmæti leynast
í raun og veru innra með þeim og miðar
að því að losa um innbyggða möguleika
einstaklinga og hóps.
Námskeið í boði í febrúar í markþjálfun
Þjálfun fyrir alla þá sem vilja læra fjölbreytt-
ar aðferðir, tengjast tilganginum, þekkja
og nýta hæfileika sína og þróa lausnir sem
stuðla að hamingju og velgengni. Þú skoðar
og skynjar hvað sameinar það besta í þér,
þjálfar færni til að virkja það og beina því í
farsælan farveg.
Arnór Már Másson ACC markþjálfi notar
spennandi og skemmtilegar aðferðir til að
laða fram verðmætin og virkjar þig til að
beina þeim í farveg sem skilar árangri.
Markþjálfun
(4 skipti)
Mánud. og miðvikud. 3., 5., 10.
og 12. febrúar (2 vikur)
kl. 18:30-21:30.
Skráning er hafin í síma 510 7500
eða á netfang
Staðsetning:
Efling stéttarfélag, Sætún 1, 4 hæð,
105 Reykjavík.
Hámarksfjöldi 20 manns.