Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 11

11
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Efling-stéttarfélag
vöxt sjóðanna í félaginu. Fjárfestingar sem
koma okkur til góða þegar fram í sækir.
Eru stjórnarstörfin öðruvísi en hann bjóst
við?
Það eru ýmis mál sem koma inn á borð stjórn-
ar sem ég vissi ekki um. Það koma inn alls
kyns óskir eins og styrkumsóknir. Fé er lagt til
ýmissra góðra málefna en einhvers staðar verði
að stíga niður fæti, þetta sé fyrst og fremst
verkalýðsfélag. Það kom mér á óvart hvað er
mikið um styrkumsóknir en það sýnir ástandið
í þjóðfélaginu.
Er borgað fyrir setu í stjórn Eflingar?
Ég held ég fái um 75 þús. fyrir skatt á ári
en þóknunin hefur haldist óbreytt síðan árið
2007. Það kom mér á óvart þegar ég fékk fyrst
greitt, ég er svo gamaldags að ég hélt að þetta
væri bara sjálfboðavinna. Það er hins vegar
ekkert óeðlilegt að menn fái greiðslu sem dugi
fyrir að mæta, þessi upphæð dugir tæplega
fyrir bensínkostnaði.
Mér finnst skemmtilegast að kynnast öðru
fólki og sjá og heyra þeirra viðhorf segir Jóhann
aðspurður um hvað sé það besta við að vera
í stjórninni. Maður lærir ýmislegt í þessum
félagslegu verkefnum, verður að temja sér
aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir skoð-
unum annarra. Bæði vegna þess að maður
hefur ekki alltaf rétt fyrir sér en líka vegna þess
að við sjáum hlutina oft frá svo ólíkum sjónar-
hornum, við erum með mismunandi bakgrunn
og erum eins mismunandi og við erum mörg,
segir hann.
Alltaf barátta og ekkert gefins
Það er alltaf barátta, það fæst ekkert gefins.
Sumt ungt fólk heldur t.d. að mötuneyti á
vinnustöðum sé sjálfgefið en það er ekki.
Mötuneyti var baráttumál okkar í mörg ár og
fékkst með breyttum vinnutíma. Það er ekki
svo að fyrirtækin séu bara svona góð að allt
sé ókeypis. Það þarf að kenna þennan þátt í
samfélagsfræði, þekking og gagnrýni á félags-
stöðu sína. Þetta byggist allt á því að við tökum
þátt, ekkert öðruvísi, segir Jóhann að lokum.
Erum spurð út í öll mál
Það kom mér á óvart hvað er mikið
um styrkumsóknir en það sýnir
ástandið í þjóðfélaginu.
- segir Hrönn Bjarnþórsdóttir, Réttarholtsskóla
Hrönn hefur unnið í Réttarholtsskóla í
17 ár þar af í 5 ár sem skólaliði. Áður
vann hún í fiskvinnslu og var í Verka-
lýðsfélaginu Boðanum. Ég byrjaði í
eldhúsinu en varð síðar skólaliði og
er mjög ánægð með þá breytingu. Það
frábært að fá að kynnast krökkunum
nánar og fá að kljást við þau alla daga,
segir hún.
Í gamla daga hét þetta gangavarsla en nú heitir
þetta skólaliði. Starf Hrannar felst í því að
hjálpa nemendum, vakta gangana og aðstoða
nemendur í mötuneytinu. Það er rosalega
gefandi að vinna með unglingum. Það eru
yfir 300 nemendur í skólanum og þau eru
öll vinir mínir, segir hún. Lendir hún aldrei
í vandræðaunglingum? Upp til hópa eru þetta
æðislegir krakkar, þau eru líka búin að sjá að
það borgar sig að hafa mig góða. Það geti verið
erfitt að sjá á eftir þeim þegar þau ljúka skól-
anum en þau séu dugleg að kíkja í heimsókn.
Fyrst var ég beðin um að sitja í trúnaðarráði
og í framhaldi af því var ég beðin um að taka
við stöðu trúnaðarmanns félagsins og einhvern
veginn rúllaði þetta áfram, segir Hrönn
aðspurð um stjórnarstörfin. Hún var einnig
um tíma í uppstillingarnefnd en var svo beðin
um að sitja í stjórn Eflingar. Mér fannst þetta
áhugavert verkefni til að takast á við og langaði
að prófa. Pabbi var í stjórn Boðans og afi líka
þannig að þetta gengur í erfðir, segir Hrönn
brosandi.
Stjórnin tekur ákvarðanir um ýmis mál, það
fer allt í gegnum stjórnina t.d. allar veiga-
miklar ákvarðanir í sjóðum félagsins eins og
breytingar á sumarbústöðum. Eins ákveður
hún rammann um starfskjör starfsfólks á skrif-
stofu Eflingar. Það eru líka ýmis erindi lögð
fyrir stjórnina eins og styrkbeiðnir um allt milli
himins og jarðar.
Hrönn finnst ekki mikil vinna að vera í stjórn­
inni þegar hún er spurð að því. Náttúrulega
er allt vinna sem þú tekur þér fyrir hendur en
mér finnst ekki mikil vinna fyrir mig að mæta
á fundi og setja mig inn í mál, segir hún.
En fær hún að að setja sitt mark á fundum
stjórnar? Við fáum þetta alls ekki framreitt
fyrir okkur, við erum spurð út í öll mál. Hún
segir mikilvægt að það heyrist frá stjórnar-
mönnum um hvað sé að gerast inn á vinnu-
stöðum þeirra. Það hefur heilmikið að segja að
hafa tengingu inn á vinnustaði og vita um hvað
fólk er að tala.
Mikilvægir vinnufundir stjórnar
Stjórnin heldur vinnufund einu sinni á ári.
Þetta er mjög gagnlegir fundir og gott að
hittast. Á fundinum er farið yfir stöðu mála,
eins og núna síðast voru kjaramál ofarlega á
baugi. Eins fórum við yfir reikninga og stöðu
sjóðanna. Þá er einnig rætt á þessum fundum
hvernig styrkjakerfi félagsins er þróað. Þessir
fundir eru mjög góðir, þá stillum við saman
strengi fyrir veturinn.
Aðspurð hvort hún finni fyrir gagnrýni á
stjórnarstörf sín, segir hún að það sé helst að
fólk haldi að hún geti reddað hinu og þessu og
þekki ekki hvernig þetta virkar. Ég bendi fólki
þá á félagsfundi okkar til að kynna sér málin.
Hrönn segir að það sé mest gefandi við
stjórnarstörfin að hitta fólkið. Við þekkjumst
orðið mjög vel í stjórninni og erum vinir. Það er
aldrei leiðinlegt að mæta á stjórnarfundi, það
er alltaf spennandi, segir hún að lokum.
Það hefur heilmikið að segja að hafa
tengingu inn á vinnustaði og vita um
hvað fólk er að tala
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,...40
Powered by FlippingBook