Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 14

14
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Efling-stéttarfélag
Ýmsar breytingar á skrifstofu
Á síðustu vikum hafa nokkrar breytingar orðið í starfs-
mannahaldi Eflingar-stéttarfélags. Elín Baldursdóttir,
bókari Eflingar, lét af störfum hjá Eflingu í lok nóvember
vegna flutnings til Danmerkur. Elín Kjartansdóttir sem
starfað hefur um árabil hjá Eflingu tók við starfi bókara
frá og með sama tíma. Þá mun Fjóla Jónsdóttir koma
meira inn í fræðslumál félagsins og hluti af starfsemi
fræðslumála félagsins verður unninn hjá Jónu S. Gests-
dóttur á skrifstofu félagsins í Hveragerði. Þá eru breyt-
ingar í starfsendurhæfingu þar sem Pétur Gauti Jónsson
lætur af störfum vegna flutnings til útlanda og hefur
Tómas Hermannsson verið ráðinn í hans stað.
Fjóla Jónsdóttir
, sem hefur langa og mikla reynslu í ýmsum
störfum fyrir Eflingu kemur til með að gegna stærra hlutverki í
fræðslumálum Eflingar og tekur við hluta verkefna Elínar á því
sviði. Þar má nefna yfirferð reikninga og þátttakendalista, skipu-
lagningu, utanumhald og skráningar á námskeið og svörun vegna
fyrirspurna sem tengjast fræðslusjóðunum.
Við þessar breytingar mun hluti af starfsemi fræðslusjóða flytjast til
skrifstofu Eflingar í Hveragerði og vera í umsjón
Jónu S. Gests-
dóttur
á skrifstofu Eflingar í Hveragerði.
Þessi breyting þýðir að
Elín Kjartansdóttir
sem félagsmenn
þekkja vel úr starfi fyrir trúnaðamenn og félagslegum verkefnum,
dregur úr þeim verkefnum svo sem trúnaðarmannafræðslunni, trún-
aðarmannahópnum, atvinnuleysismálum og tengdum verkefnum.
Fjóla Jónsdóttir kemur til með að hafa umsjón með trúnaðamanna-
starfi félagsins.
Pétur Gauti Jónsson
, ráðgjafi í starfsendurhæfingardeild Eflingar,
lét af störfum hjá Eflingu 20. desember sl. Nýr ráðgjafi,
Tómas
Hermannsson
, kom síðan til starfa hjá starfsendurhæfingu Efling-
ar um áramótin.
Húsfélagið Sætún 1
Flosi Helgason ráðinn umsjónarmaður
Athugulir félagsmenn sem sækja Sætún
1 heim hafa tekið eftir galvöskum og
hressum náunga sem er starfsmaður
Húsfélagsins Sætúns 1 og sinnir þar
m.a. þeim skyldustörfum að gæta eftir-
sóttra bílastæða við húsið. Flosi
Helgason var ráðinn til húsfélagsins
um síðustu mánaðamót og starfar
bæði að verkefnum fyrir húsfélagið
og eignaraðila hússins.
Dagbók Eflingar-stéttarfélags fyrir
árið 2014 er komin út og hefur
þegar verið send félagsmönnum. Í
bókinni er nú að finna allar helstu
upplýsingar sem eru mikilvægar
fyrir félagsmenn Eflingar. Dag-
bókin liggur frammi í afgreiðslu
félagsins og er jöfn eftirspurn eftir
henni allt árið.
Í dagbókinni er fjallað um öll helstu
mál sem snerta félagsmenn, réttindi og
skyldur launafólks þannig að reynt er að
miða við að bókin geti nýst launafólki
á vinnustöðum til að gefa fyrstu upp-
lýsingar. Hér er því að finna helstu upp-
lýsingar um Eflingu, sjóði félagsins og
annað gagnlegt.
Greinargóðar upplýsingar eru um rétt-
indi í fræðslu, orlofs- og sjúkrasjóði og
helstu atriði varðandi réttindi atvinnu-
leitenda. Vegna erfiðs atvinnuástands
hefur þessi kafli verið ítarlegri en ella en
gert er ráð fyrir að þörf verði fyrir þessar
upplýsingar á árinu 2014.
Mikilvægt er að félagsmenn hafi sam-
band við skrifstofu Eflingar ef þeir fá
ekki heimsenda dagbók. Þá verður bætt
úr því eins fljótt og kostur er.
Dagbók Eflingar 2014
1...,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 15,16,17,18,19,20,21,22,23,24,...40
Powered by FlippingBook