Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 23

23
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Námskeið
Trúnaðarmannanámskeið vorið 2014
Trúnaðarmannanámskeið I
1. og 2. þrep verður haldið 27.–31. janúar . Á þessu námskeiði er farið í starf og hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og
samningum ásamt því sem farið er í starfsemi stéttarfélaga, hlutverk þeirra og viðfangsefni.
Trúnaðarmannanámskeið II
3. og 4. þrep verður haldið 3. mars–7. mars. Á þessu námskeiði er farið dýpra í starf verkalýðshreyfingarinnar ásamt því sem
hagfræðihugtök eru skýrð og farið nánar í almennan vinnurétt og samskipti á vinnustað.
Trúnaðarmannanámskeið III
5. og 6. þrep verður haldið 10. febrúar –14. febrúar og er ætlað þeim sem hafa lokið námskeiðum I og II og hafa verið í trúnaðar-
mannastarfinu í nokkurn tíma. Hér er farið í framkomu, það að koma fyrir sig orði, samningatækni, úrlausn erfiðra mála og fleira
sem tengist starfi þeirra.
Trúnaðarmannanámskeið I
1. og 2. þrep verður haldið 31. mars –4. apríl. Á þessu námskeiði er farið í starf og hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum
og samningum ásamt því sem farið er í starfsemi stéttarfélaga, hlutverk þeirra og viðfangsefni.
Trúnaðarmenn Eflingar eru einn mikilvægasti hlekkurinn í starfi Eflingar. Það reynir oft á trúnaðarmenn í starfi og
þess vegna hefur félagið ávallt kappkostað að bjóða þeim uppá fyrsta flokks fræðslu. Trúnaðarmenn eiga samnings-
bundinn rétt til að sækja þessi námskeið án launaskerðingar en þurfa að sjálfsögðu að sækja námskeiðin í samráði
við yfirmann sinn.
Trúnaðarmenn Eflingar
Nánari upplýsingar er hægt að finna á
.
Einnig er hægt að fá allar upplýsingar og skrá sig á námskeiðin á skrifstofu Eflingar í
síma 510-7500
.
Í tölvupósti á
Páskar - Páskar!
Munið að skila umsóknum um páskadvöl í orlofshúsum á réttum tíma!
Síðasti dagur til að skila umsókn er 18. febrúar,
úthlutað verður 25. febrúar.
Umsóknareyðublað fylgir þessu blaði.
Athygli er vakin á því að einnig er hægt að sækja um
rafrænt inn á heimasíðu Eflingar
1...,13,14,15,16,17,18,19,20,21,22 24,25,26,27,28,29,30,31,32,33,...40
Powered by FlippingBook