Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 29

Viðtalið
29
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Útskriftir
Izabela Malgorzata Wiak Witczak fékk
tölvupóst með upplýsingum um námið
og fékk strax áhuga. Ég vildi ólm byrja
að vinna aftur og taldi að námskeiðið
gæti hjálpað mér í atvinnuleitinni. Ég
hafði líka heyrt margt gott af Mími
símenntun. Hún var ánægð með námið
og segir gott að hafa komist aðeins út
af heimilinu og hitt annað fólk.
Það var svo margt á námskeiðinu sem var
skemmtilegt að ég get varla nefnt eitthvað eitt,
segir Izabela aðspurð hvað hafi verið skemmti-
legast. Hún lærði um fjármál sem hún segir
hafa verið mjög gott en pólsk kona kenndi það
efni. Einnig var kennd samfélagsfræði sem var
mjög áhugaverð. Við lærðum um mismuninn
á menningu á Póllandi og Íslandi, hvað væri
normið á Íslandi í sambandi við fjölskylduna,
djammið og fleira, segir hún. Á Íslandi er barn
t.d. sett út í öllum veðrum en í Póllandi fer
mamman og nær í barnið ef veðrið er slæmt.
Talaði við stóran mann
Mér fannst starfþjálfunin mjög skemmtileg,
segir Izabela en hún var svo heppin að fá
starfsþjálfun hjá Borgarleikhúsinu ásamt
annarri stúlku á námskeiðinu. Við fengum
að aðstoða við leikmynd sem var æðislegt,
laga tré, setja nýtt áklæði á stóla og mála. Við
fengum líka að sjá allt leikhúsið, búningadeild,
hárkollugerð og fengum að sjá fyrstu æfingu
hjá leikurum á leikritinu Hamlet. Ég talaði við
þann stóra mann, Ólaf Darra Ólafsson.
Sagt upp eftir 5 ára vinnu
Ég hafði unnið í fimm ár við ræstingar á
lögreglustöð þegar mér var sagt upp ásamt sex
öðrum konum. Þetta var í desember í 2012,
segir hún. Í framhaldi af því fór Izabela á
íslenskunámskeið, en hún segir að hún hafi
ekki fengið næg tækifæri til að tala íslensku í
vinnunni. Ég á heldur ekki íslenskar vinkonur
þannig að það var erfitt fyrir mig að æfa mig
í málinu. Eftir að hún missti vinnuna ákvað
hún að fara til Póllands til að leita sér að vinnu
en sneri til baka til Íslands því engin tækifæri
voru í heimalandinu. Ég ákvað að ég vildi leita
mér að vinnu á Íslandi, hér vil ég vera í fram-
tíðinni, segir hún.
Draumurinn að vinna við handverk
Izabela er búin með fjölmiðlafræði og er líka
efnafræðingur en eins og hjá svo mörgum
öðrum hindrar íslenskukunnátta hana í
starfsleit. Hún er samt ákveðin í að ná góðum
tökum á íslensku og segist vera jákvæð að
eðlisfari. Draumastarfið er þó í öðru sem hún
menntaði sig til. Draumurinn er að vinna
í handverki en Izabela býr til skartgripi og
vinnur einnig mikið með gler og býr til alls
kyns listaverk.
Izabela Malgorzata Wiak Witczak
Fékk að sjá fyrstu æfingu á Hamlet
1...,19,20,21,22,23,24,25,26,27,28 30,31,32,33,34,35,36,37,38,39,...40
Powered by FlippingBook