Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 26

Námskeið
26
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Sannarlega þörf fyrir
verkalýðshreyfinguna
þó áherslur séu breyttar
Hefur verkalýðshreyfingin einhverju
hlutverki að gegna í dag? Eru
kannski öll stefnumálin útrædd og
framkvæmd og engin þörf lengur
fyrir þessa hreyfingu? Þetta eru
ekki spurningar út í loftið þar sem
bæði gagnrýnendur á störf verka-
lýðshreyfingarinnar og fræðimenn
hafa á síðustu áratugum spurt þess-
arar spurningar. Það er vel við hæfi
nú á árinu sem Alþýðusamband
Íslands fagnar aldarafmæli sínu
með veglegu afmælisriti að leitast
við að svara einmitt þessari spurn-
ingu. Það er Sumarliði Ísleifsson,
höfundur ASÍ sögunnar sem ætlar
að kryfja þessi mál á námskeiði sem
Endurmenntun Háskólans stendur
fyrir í febrúar næstkomandi. Það
er áhugavert að gera þetta núna og
skoða þau áherslumál sem verka-
- segir Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur
lýðshreyfingin hefur beitt sér fyrir
á öldinni sem leið og fram á þessa,
segir hann.
Markmiðið með námskeiðinu er að auka
skilning á sögu verkalýðshreyfingarinnar
hér á landi og spyrja þeirra mikilvægu
spurninga sem leita á hugann eftir starf
hreyfingarinnar í heila öld. Hefur verka-
lýðshreyfingin enn hlutverki að gegna?
Þetta er m.a. hægt að gera með því að
skoða hvaða viðfangsefni verkalýðs-
hreyfingin lagði megináherslu á fyrri
hluta 20. aldar, á fyrsta skeiði sínu. Á 20
ára afmæli Verkamannafélagsins Dags-
brúnar árið 1926 sagði Alþýðublaðið
m.a.: „Það er nógu gaman að athuga,
hver áhrif verklýðsfélagskapurinn hefur í
kaupstöðum á Íslandi. Áhrif félagaskapar
þessa eru alls staðar mjög glögg, því að
reynslan er búin að sýna, að þar sem
dugandi verklýðsfélag er, er kaupverð
[þ.e. laun] 1/4 til 1/3 hærri en þar sem
ekkert félag er. Það er líka föst reynsla,
að þar sem enginn verklýðsfélagsskapur
er, þar eru langtum fleiri á sveitinni.“
En hver voru helstu viðfangsefni
verkalýðsfélaganna á fyrri hluta 20.
aldar?
Samningsréttur og betri laun
Styttri vinnutími
Gott og öruggt húsnæði
Atvinnuöryggi
Bættur aðbúnaður og öryggi
á vinnustað
Betri tryggingar
Betri kjör á neysluvörum
Sjálfsþurft
Menntun fyrir almenning
Sumarliði rifjar upp að um og eftir alda-
mótin 2000 hafi margir spurt sig þeirrar
spurningar hvort verkalýðshreyfingin væri
ekki orðin óþörf, hvort hún hefði náð
öllum markmiðum sínum. Á næstu árum
kom í ljós að svo var sannarlega ekki.
Vitaskuld eru viðfangsefnin ekki öll þau
sömu, nú er t.d. lítið hugað að sjálfsþurft.
En öll meginviðfangsefni verkalýðshreyf-
ingarinnar eru þó enn þau sömu og var
á fyrri hluta 20. aldar þó að áherslur séu
vitaskuld breyttar. Verkalýðshreyfingin
hefur sannarlega enn hlutverki að gegna.
1...,16,17,18,19,20,21,22,23,24,25 27,28,29,30,31,32,33,34,35,36,...40
Powered by FlippingBook