Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 22

22
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Námskeið
Samskipti – uppá gott og vont!
Fjallað er um hópa – krafta sem fara af stað í hópum, siði
og venjur í hópum, jákvæð og neikvæð samskipti, viðhorf og
tilfinningar sem móta samskipti.  Unnin verkefni í tengslum við
samskipti.
Námskeiðið verður miðvikud. 12. mars.
kl. 17:30-20:30.
Skráning í síma 510 7500.
Staðsetning: Efling stéttarfélag,
Sætún 1, 4. hæð, 105 Reykjavík.
Leiðbeinandi er: Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá Líf og
sál sálfræðistofu ehf.
Sprenging í aðsókn á námskeiðið
Á tímamótum
Á næstunni verður boðið upp á námskeið fyrir þá félags-
menn sem eru að nálgast starfslok eða eru nýhættir
launuðum störfum. Námskeiðið hefur hlotið heitið Á
tímamótum og er undirbúið af Mími-símenntun.
Það er mjög gaman hve vel Eflingarfélagar eru að nýta sér þau
námskeið sem boðið er upp á af félaginu fyrir þá sem eru að
undirbúa starfslok sín á vinnumarkaði. Námskeiðið er kennt á
tveimur kvöldum auk eins heils dags um helgi. Námskeiðið er
mjög vel sett saman og er m.a. fjallað um tryggingamál, lífeyris-
réttindi, áhrif starfsloka, heilsufar, öryggismál, húsnæðismál,
félags- og tómstundastarf, erfðamál og félagið þitt eftir starfslok.
Mikið af þessu efni auðveldar fólki starfslokin og gefur hagnýtar
upplýsingar t.d. varðandi tryggingamál.
Haldin verða þrjú námskeið, 11.-15. feb.,
25.feb.-1.mars og 11.-15. mars.
Umsjón Mímir símenntun.
Þriðjud. kl. 19:00-22:00 / fimmtud.19:00-22:00 /
laugardaga kl.10:00-15:00.
Staðsetning: Efling stéttarfélag,
Sætún 1, 4. hæð,105 Reykjavík.
3 skipti hvert námskeið.
Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu
Ertu að nálgast starfslok?
Viltu læra eða rifja upp
skyndihjálp
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða
rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðn-
ings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða
veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið
fyrir alla.
Markmiðið er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita
skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Fjögur
skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slas-
aðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Leiðbeinendur koma frá Rauða Krossinum. Eftir að hafa setið
námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum
á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun
annað hvert ár.
Boðið er upp á kvöldnámskeið þriðjudaginn 1. apríl
og fimmtudaginn 3. apríl.
kl. 19:30-21:30, samtals 4 tímar.
Skráning fer fram í síma 510 7500.
Staðsetning: Efling stéttarfélag,
Sætún 1, 4. hæð, 105 Reykjavík.
Öll námskeiðin eru félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu
Gjáhella4 •221Hafnarfjörður •Sími5692100 •hedinn.is
1...,12,13,14,15,16,17,18,19,20,21 23,24,25,26,27,28,29,30,31,32,...40
Powered by FlippingBook