28
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Útskriftir frá Mími-símenntun 17. desember sl.
Allir með fyrirtaks meðmæli
Markmiðið var að rjúfa einangrun þátt-
takenda, styrkja þá persónu- og félags-
lega og í atvinnuleit sinni, segir Vala um
verkefnið Íspól. Hún segir hugmyndina
byggða á verkefni Mímis-símenntunar
og Eflingar
Yrkja
, sem hlaut Evrópu-
merkið árið 2011 en starfsþjálfun var til
viðbótar. Námskeiðið stóð frá 7. októ-
ber til 12. desember og kennt var fyrir
hádegi, 4 til 5 daga í viku.
Starfsþjálfun gulrótin
Þungamiðjan var íslenskukennslan en
gulrótin starfsþjálfun sem kom seint á náms-
tímabilinu, segir Vala. Námskeiðinu lauk á
íslenskukennslu þar sem námsdagbók var
skoðuð og reynsla af námi og starfsþjálfun
metin.
Námsgreinar voru afar fjölbreyttar og voru
sjálfsstyrking, íslenska, upplýsingatækni,
starfsþjálfun, fjármál, starfsleit, enska,
samfélagsfræði, hreyfing og útivist.
Fengu starf áður
Pólverjum af báðum kynjum, sem höfðu
verið í atvinnuleit í 6 mánuði eða lengur,
stóð til boða að mæta á námskeiðið sem var
alls 172 kennslustundir og þar af var starfs-
þjálfun 28 kennslustundir. Nemendur héldu
bótum frá VMST meðan á starfsþjálfun stóð
en þeir voru tryggðir á vegum Mímis. Vala
segir að nemendur hafi valið vinnustað út
frá áhugasviði og alls hófu13 manns starfs-
þjálfun. Það var ánægjulegt að þrír fengu
starf áður en starfsþjálfun hófst en hinir fóru
á leikskóla, bensínstöð, til Samskipa, í Póst-
inn og Borgarleikhúsið, segir Vala.
Boðin vinna að lokinni starfsþjálfun
Allir fengu fyrirtaks meðmæli frá atvinnurek-
anda en sumir þá athugasemd að þeir þyrftu
að bæta íslenskukunnáttuna. Tveir fengu
starf á starfsþjálfunarstaðnum og einn vilyrði
fyrir starfi um mitt næsta ár, segir Vala. Í
lokin hafi allir fengið boð um ókeypis viðtal í
náms- og starfsráðgjöf hjá Mími og hvatningu
til starfsleitar og frekara íslenskunáms.
Hvatning til frekara náms
Góður andi var í hópnum og nokkrir skráðu
sig strax í íslenskunám hjá Mími á vorönn
2014. Verkefnastjóri hyggst fylgjast með þeim
sem ekki fengu starf með tölvupósti og/eða
símhringingum. Það verður fróðlegt að fylgj-
ast með því hvort þátttakan hafi hvatt fleiri til
frekara náms eða atvinnuþátttöku, segir Vala
að lokum.
- segir Vala S. Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími-símenntun
Íspól – námskeið og starfsþjálfun fyrir atvinnuleitendur af pólskum uppruna