Fréttablað Eflingar - janúar 2014 - page 19

Viðtalið
19
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Nám
Hefur boðið upp á raunfærnimat
í mörgum starfsgreinum
Með starfsreynslu fæst mikil færni og þekking. Raunfærnimat er stað-
festing og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða
hvar hennar hefur verið aflað. Mímir-símenntun hefur boðið upp á
raunfærnimat fyrir leiðbeinendur í leikskólum, í verslunarfagnámi, í
skrifstofugreinum, á félagsmála- og tómstundabraut og núna einnig fyrir
starfsmenn vöruhúsa.
Náms- og starfsráðgjafar hjá Mími-símenntun veita allar upplýsingar um
raunfærnimat og hægt er að bóka viðtal og koma í svokallað skimunar-
viðtal. Í því viðtali er farið yfir stöðuna og gengið úr skugga um hvort
einstaklingurinn eigi erindi í mat. Í framhaldinu er farið í að safna gögn-
um, til dæmis námsferlum og viðurkenningarskjölum tengdum vinnu
eða frístundum, fyllt út í svokallaða færnimöppu og sjálfsmatslista. Þetta
ferli endar á sjálfu matsviðtalinu, þar sem fagaðilar meta viðkomandi og
eftirfylgni hjá náms- og starfsráðgjafa. Í ferlinu vinna þátttakendur náið
með náms- og starfsráðgjöfum sem fylgja þeim allan tímann, styðja og
hvetja.
Nánari upplýsingar hjá náms- og starfsráðgjöfum MÍMIS,
Ofanleiti 2, sími 580 1800. Einnig er hægt að senda tölvupóst
á
Margir einstaklingar á vinnumarkaði hafa í gegnum áralanga reynslu
byggt upp umtalsverða færni í ákveðinni iðngrein, en ekki lokið námi
af einhverjum ástæðum. Þessa færni er mögulegt að meta til styttingar
á námi.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur mótað aðferðafræðina, ráðgjöf
og þjálfun fagaðila en IÐAN fræðslusetur hefur umsjón með raun-
færnimati í iðngreinum fyrir utan rafiðngreinar. Nú þegar hefur raun-
færnimat farið fram í eftirtöldum greinum:
Húsasmíði, málaraiðn,
múraraiðn, pípulögnum, bifvélavirkjun, bílamálun, bifreiða-
smíði, matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn, kjötiðn, kjöt-
skurði, matartækni, vélvirkjun, stálsmíði, blikksmíði, renni-
smíði, vélstjórn og málmsuðu
.
Fyrsta skrefið er að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa IÐUNN-
AR fræðsluseturs. Síðan er að skila gögnum um starfsreynslu og fyrri
námsferil ásamt því að leggja mat á hæfni sína miðað við gildandi
námskrá. Fagaðilar í hverri iðngrein annast svo matsviðtal þar sem
færni er metin. Að lokum er gerð námsáætlun sem viðkomandi lýkur
ásamt námssamningi áður en sótt er um sveinspróf.
Skilyrðin fyrir þátttöku í raunfærnimati er 25 ára lífaldur
og 5 ára starfsreynsla, staðfest með opinberum gögnum t.d.
lífeyrissjóðsyfirliti.
Áhugasamir eru hvattir til að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa
og fara yfir möguleika sína. Ekkert kostar að koma í viðtal og kynna sér
málið og oft er það upphafið af nýjum tækifærum.
Mikilvægt er að hafa í huga að raunfærnimat er ekki undanþága frá
þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt aðalnámsskrá og einungis er
verið að meta faggreinar námsins.
Í öllum tilvikum stendur eitthvað nám eftir að loknu raunfærnimati og
þá er útbúin námsáætlun fyrir þátttakandann til þess að hann getið
lokið námi.
Nánari upplýsingar hjá náms- og starfsráðgjöfum IÐUNNAR
fræðsluseturs, Skúlatúni 2, sími 590 6400. Einnig er hægt að
senda tölvupóst á
Náms- og starfsráðgjafar Mímis frá vinstri talið: Elín J. Sveinsdóttir, Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir,
Þóra Friðriksdóttir og Anna Sigurðardóttir.
Náms- og starfsráðgjafar Iðunnar frá vinstri talið Edda Jóhannesdóttir, Iðunn Kjartansdóttir, Rakel
S. Hallgrímsdóttir og Erna G. Árnadóttir.
1...,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18 20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,...40
Powered by FlippingBook