Viðtalið
21
Námskeið
Að leita aðstoðar
er merki um styrk
Flest upplifum við einhvern tímann
erfiðleika í samskiptum en í einstaka
tilvikum ganga hlutirnir of langt og
geta valdið miklum vanda, einelti eða
jafnvel kynferðislegri áreitni. Hver
Tekist á við erfið samskipti á vinnustað
- segir Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf
sem er getur lent í því að upplifa erfið-
leika í samskiptum á vinnustað og þess
vegna er mikilvægt að líta ekki á það
sem veikleikamerki heldur þvert á
móti merki um styrk að leita sér stuðn-
ings og reyna að bæta ástandið, segir
Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni
ehf. sem skipuleggur og leiðbeinir á
námskeiði Eflingar,
Þrautseigja og þor
- vegna erfiðra samskipta á vinnustað
nú í haust.
Námskeiðið
Þrautseigja og þor vegna
erfiðra samskipta á vinnustað
er ætlað
fyrir félagsmenn sem upplifa eða hafa átt
í erfiðum eða eyðileggjandi samskiptum á
vinnustað. Markmiðið er að efla þrautseigju
og koma í veg fyrir langvinna vanlíðan hjá
þolendum erfiðra samskipta á vinnustað.
Næsta námskeið: miðvikud. 19. feb.,
26. feb., 5. og 12. mars
kl. 19:30-21:30.
Staðsetning: Efling stéttarfélag,
Sætún 1, 4 hæð 105 Reykjavík.
Bjartsýni og svartsýni
Hvað er meint þegar sagt er að sumir sjái glasið sitt
alltaf hálf-fullt en aðrir hálf-tómt? Hvort hefur þú
tilhneigingu til að taka eftir því sem gengur vel hjá
þér eða því sem gengur illa? Átt þú það kannski til að
mála skrattann á vegginn og gera ráð fyrir hinu versta
og missa jafnvel af mikilvægu tækifæri, augnabliki eða
vellíðan af hræðslu við að ná ekki að njóta þín? Þetta
er efni spennandi námskeiðs um bjartsýni og svartsýni.
Á þessu námskeiði er fjallað um muninn á bjartsýni og svart-
sýni. Við pælum í óraunhæfri bjartsýni og mikilvægi þess að
vera bjartsýn en samt raunsæ og ábyrg. Við skoðum jákvæða
hugsanamynstrið sem bjartsýnir temja sér og neikvæðu hugs-
anavillurnar sem svartsýnir eiga það til að festast í.
Við skoðum hvort við getum vanið okkur á bjartsýni með því að
gleðjast yfir því sem við höfum og því sem gengur vel, frekar en
kvarta yfir því sem við höfum ekki eða því sem gengur illa.
Námskeiðið verður miðvikud. 26. mars.
kl. 17:30-20:30.
Skráning í síma 510 7500.
Staðsetning: Efling stéttarfélag,
Sætún 1, 4. hæð, 105 Reykjavík.
Leiðbeinandi er:
Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf.
Er alltaf allt ómögulegt eða
er oftast allt ágætt hjá okkur?
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Ert þú þinn besti vinur
eða kannski lúmskur óvinur?
Sum okkar eiga það til að vera okkar versti óvinur og
dæma okkur sjálf allt of hart. Kannski finnst okkur við
ekki standa okkur nógu vel og eigum þá til að hugsa á
neikvæðum og jafnvel niðurlægjandi nótum um eigin
getu og persónu. Sérstaklega þegar illa gengur og við
þurfum einmitt sem mest á stuðningi að halda. Þá
sýnum við okkur jafnvel mun meiri hörku en við mynd-
um sýna öðrum. Setningar sem okkur þætti dónalegt
að segja við aðra fljúga um sjálfsgagnrýninn hugann.
Til dæmis: „ég á örugglega eftir að klúðra þessu“, „ég
get aldrei staðið mig nógu vel“, „ég gerði mig að fífli.“
Niðurlægjandi hugsanir sem taka yfirhöndina valda
tilheyrandi vanlíðan og niðurbroti.
Á þessu námskeiði er fjallað um sjálfsumhyggju og mikilvægi
þess að útiloka sjálfsgagnrýnipúkann sem gerir okkur ekkert
gott og að vera sinn besti vinur, styðjandi, umburðarlyndur og
hvetjandi í eigin garð.
Námskeiðið verður miðvikud. 9. apríl.
kl. 17:30-20:30.
Skráning í síma 510 7500.
Staðsetning: Efling stéttarfélag,
Sætún 1, 4. hæð, 105 Reykjavík.
Leiðbeinandi er:
Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf.
Sjálfsumhyggja